spot_img
HomeFréttirHópferð úr Vesturbænum að Hlíðarenda

Hópferð úr Vesturbænum að Hlíðarenda

Valmenn hafa fengið til sín fjóra nýja leikmenn og það úr Vesturbænum en þeir Skúli Gunnarsson, Sólon Svan Hjördísarson, Friðrik Þjálfi Stefánsson og Þorgeir Blöndal hafa allir skipt yfir í Val og koma þeir fjórir úr röðum KR.

Þá hefur Jens Guðmundsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla en hann mun einnig þjálfa drengja- og unglingaflokk félagsins. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Valsmönnum. 

Fréttir
- Auglýsing -