spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHólmarar sterkari á lokamínútunum

Hólmarar sterkari á lokamínútunum

Snæfell lagði Breiðablik í dag í Dominos deild kvenna, 68-61. Liðin eru því jöfn að stigum, hvort um sig með 4, í 6.-7. sæti deildarinnar. Breiðablik hefur þó leikið sjö leiki á meðan að Snæfell eru aðeins búnar með sex.

Gangur leiks

Leikurinn var í járnum í upphafi. Gestirnir úr Kópavogi þó einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 17-18. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn, þar sem aðeins stig skilur liðin að þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 30-29.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná Blikar að vera skrefinu á undan. Fyrir lokaleikhlutann eru þær með fimm stiga forystu, 46-51. Í honum gera heimakonur svo vel í að koma til baka. Vinna leikhlutann að lokum með ellefu stigum og leikinn með sjö, 68-61.

Atkvæðamestar

Fyrir Snæfell var Haiden Denise Palmer atkvæðamest með 23 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Breiðablik var það Jessica Kay Loera sem dróg vagninn með 24 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Hvað svo?

Snæfell fær nýliða Fjölnis í heimsókn þann 27. janúar á meðan að sama dag mæta Blikar liði Vals.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Fréttir
- Auglýsing -