spot_img
HomeFréttirHollendingar höfðu betur á lokasekúndunum

Hollendingar höfðu betur á lokasekúndunum

{mosimage}

(Brenton var stigahæstur í kvöld) 

Íslenska landsliðið tapaði í fyrsta leik æfingamóts í Hollandi 94-91 fyrir gestgjöfunum, Hollandi. www.kki.is greinir frá. 

Hollendingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 47-34 í hálfleik. Íslenska liðið náði upp góðri baráttu í seinni hálfleik og fór svo að á endanum að Hollendingar tryggðu sér sigur með þriggja stiga skoti þegar aðeins nokkar sekúndur voru til leiksloka.

Brenton Birmingham var stigahæstur með 20 stig, Magnús Þór Gunnarsson 15 stig, Jakob Sigurðarson 13 stig, Logi Gunnarsson og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor.

  Haukamaðurinn Kristinn Jónasson lék í kvöld sinn fyrsta leik með landsliðinu. 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -