spot_img
HomeFréttirHola í höggi: Björn Steinar með snilldartakta í golfinu

Hola í höggi: Björn Steinar með snilldartakta í golfinu

 
Björn Steinar Brynjólfsson leikmaður Grindavíkur í Iceland Express deild karla er ekki aðeins sleipur á parketinu, hann kann ekki síður vel við sig á grasinu en í gær lék hann á fyrsta hring í meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur. Kappinn fór holu í höggi á 13. holu vallarins þar sem hann notaði sandjárn við verknaðinn.
Golfmiðlarnir Kylfingur.is og Igolf.is greina báðir frá þessu í dag.
 
Með Birni í holli var Páll Axel Vilbergsson fyrirliði Grindvíkinga og þrátt fyrir að vera ein öflugasta þriggja stiga skytta landsins fór engum sögum af hans frammistöðu þennan fyrsta mótsdag á meistaramóti GG.
 
Ljósmynd/ GG: Björn Steinar massasáttur enda nýbúinn að ná draumahögginu.
Fréttir
- Auglýsing -