spot_img
HomeFréttirHöfum miklar mætur á íslenska liðinu

Höfum miklar mætur á íslenska liðinu

Finnar eru sáttir við að hafa sloppið við að leika með Ítalíu og Grikklandi í riðli í forkeppni HM 2019. Í drættinum sem fram fór á dögunum hefðu þessi lið geta dregist í riðil með Finnum en þess í stað eru Ísland og Tékkland með Finnlandi í riðli og þá er eitt sæti eftir í riðlinum sem ræðst síðar.

Herra körfuknattleikur í Finnlandi, Henrik Dettmann, landsliðsþjálfari Finna og yfirmaður landsliðsmála hjá finnska körfuknattleikssambandinu sagði í samtali við Fiba.com að hann hafi verið sáttur við að sleppa við Ítalíu og Grikkland en ítrekaði þó að baráttan í riðlinum yrði erfið engu að síður.

„Það er ekki til nein auðveld leið inn á HM en í okkar tilfelli þá get ég sagt að við hefðum getað lent í erfiðari riðli,“ sagði Dettmann eftir að dregið var í riðla í Guangzhou í Kína.

Dettmann sagði þó að í tilfelli Íslands væri það andstæðingur sem Finnar hefðu miklar mætur á. „Það er ekki stærð landsins heldur stærð hjartans sem skiptir máli. Þeir verða erfiður andstæðingur, sérstaklega á útivelli.“

Greinina í heild sinni má nálgast hér en þar er líka rætt við Petteri Koponen leikmann finnska landsliðsins.

Mynd/ Henrik Dettmann

Fréttir
- Auglýsing -