spot_img
HomeFréttir"Höfum fulla trú á að við getum jafnað metin og náð í...

“Höfum fulla trú á að við getum jafnað metin og náð í oddaleik”

Keflavík vann flottan og sannfærandi sigur á Tindastól í þriðka leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Lokatölur urðu 100-78 og staðan því 2-1 fyrir Tindastól og næsti leikur fer fram á Króknum.

Hérna er meira um leikinn

Dominykas Milka lék virkilega vel eins og liðsfélagar hans – hann var sáttur með sigurinn.

“Við lékum af krafti og gáfum ekkert eftir – fyrsti leikurinn var jafn, við vorum ekki nógu góðir í öðrum leiknum, en þessi frammistaða í kvöld var mjög góð. Við vorum komnir upp að vegg og settum allt á fullt og náðum að loka vel á þá og hitta síðan vel. Ég er ánægður með leik liðsins og við höfum fulla trú á að við getum jafnað metin og náð í oddaleik. Það er undir okkur komið – við þurfum annan svona leik og kannski þurfum enn betri leik, en við ætlum að gera allt sem í okkar valdi er að klára næsta leik og halda seríunni á lífi.”

Fréttir
- Auglýsing -