Einn leikur fór fram í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla í dag.
Bikarmeistarar Vals gerðu sér lítið fyrir og unnu KR b með 72 stigum á Meistaravöllum, 60-132.
Leikurinn var sá fyrsti í 32 liða úrslitunum, en þau munu svo halda áfram á morgun sunnudag með nokkrum leikjum.
Úrslit dagsins
32 liða úrslit VÍS bikarkeppni karla
KR b 60 – 132 Valur
KR b: Helgi Mar Magnusson 14/6 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11/4 fráköst, Jens Gudmundsson 7, Ólafur Már Ægisson 6, Skarphéðinn Freyr Ingason 6/4 fráköst, Darri Hilmarsson 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 3/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Jónas Haraldsson 3, Ellert Arnarson 3, Páll Hólm Sigurðsson 0.
Valur: LaDarien Dante Griffin 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 21, Karl Kristján Sigurðarson 20/7 stoðsendingar, Lazar Nikolic 17, Orri Már Svavarsson 11/4 fráköst, Frank Aron Booker 10/5 fráköst, Kristófer Acox 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Veigar Örn Svavarsson 9/5 fráköst, Arnór Bjarki Halldórsson 6, Kári Jónsson 4, Oliver Thor Collington 0.



