Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Norrköping Dolphins höfðu sigur á heimavelli og Sundsvall Dragons nældu sér í útisigur. Pavel og félagar í Norrköping fengu Boras Basket í heimsókn og höfðu þar betur 99-92.
Pavel Ermolinski var stigahæstur í liði Norrköping með 19 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar, rétt við þrennuna og flottur leikur hjá okkar meanni með 4 af 7 í teignum, 3 af 6 í þristum og tvö af þremur vítum vildu niður.
Sundsvall Dragons mörðu 10 stiga sigur á nýliðum Stockholm Eagles 83-93 á útivelli. Hlynur Bæringsson átti sterka frammistöðu með Sundsvall, 16 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Jakob Örn Sigurðarson bætti við 6 stigum, 6 fráköstum og tveimur stoðsendingum.
Forskotið hjá Sundsvall í sænsku deildinni telur nú sex stig, tróna á toppi deildarinnar með 42 stig en Uppsala situr í 2. sæti með 36 stig. Norrköping er með 30 stig í 4.-6. sæti deildarinnar en hefur þá betur innbyrðis gen Solna og Södertalje sem einnig eru með 30 stig svo það er skammt á milli feigs og ófeigs í Svíþjóð um þessar mundir.
Staðan í deildinni
| Nr | Lag | V/F | Poäng |
|---|---|---|---|
| 1. | Sundsvall Dragons | 21/3 | 42 |
| 2. | Uppsala Basket | 18/6 | 36 |
| 3. | Borås Basket | 16/8 | 32 |
| 4. | Norrköping Dolphins | 15/8 | 30 |
| 5. | Solna Vikings | 15/9 | 30 |
| 6. | Södertälje Kings | 15/5 | 30 |
| 7. | 08 Stockholm HR | 11/12 | 22 |
| 8. | LF Basket | 9/13 | 18 |
| 9. | Jämtland Basket | 6/18 | 12 |
| 10. | Stockholm Eagles | 5/19 | 10 |
| 11. | ecoÖrebro | 5/19 | 10 |
| 12. | KFUM Nässjö | 4/20 | 8 |



