spot_img
HomeFréttirHobbs í Snæfell

Hobbs í Snæfell

Sherell Hobbs hefur tekið tilboði Snæfells um að leika með kvennaliðinu eftir áramót þar sem Kristen Green þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Sherell Hobbs lék með Auburn háskólanum við góðan orðstýr og voru tvær bestu úr hennar liði færðar strax í WNBA. Hobbs spilaði í sterku liði Auburn og er fjölhæf, spilar flestar stöður, sækir hart að körfu og er fín skytta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.
Tímasetning á komu Sherell er í loftinu en stefnt er á að hún komi hingað 3-5 janúar. Snæfellsstúlkur eiga leik við KR þann 9. janúar sem verður hennar fyrsti leikur.
 
Hér má sjá myndaband af Hobbs sem er númer 12.
 
www.snaefell.is

Mynd: Todd Van Ernst

 
 
Fréttir
- Auglýsing -