spot_img

Ho U Fat til Hauka

Steeve Ho U Fat hefur samið við Hauka fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlunum fyrr í dag.

Steeve er 36 ára franskur framherji sem kemur til Hauka frá Provence í frönsku Pro B deildinni, en þar skilaði hann 12 stigum og tók 5fráködt að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Maté Dalmay þjálfari Hauka sagði þetta um leikmanninn: “Ég er gríðarlega ánægður að hafa náð samningum við Steeve. Hann kemur með reynslu sem við þurfum í mjög svo unga leikmannahópinn okkar eftir frábæran feril í tveimur efstu deildum Frakklands sem eru sterkar, líkamlega erfiðar deildir.”

Fréttir
- Auglýsing -