spot_img
HomeFréttirHM: Miðar að seljast upp

HM: Miðar að seljast upp

{mosimage}

Skipulagsnefnd í Tókyó hefur tilynnt að uppselt sé á leiki í riðlakeppni á HM í Japan í Híróshíma og Sapporo. Í Hammatsu og Sendai er einvörðungu til lítið magn af miðum á leiki í riðlakeppninni. Í fyrstu umferð Heimsmeistarakeppninnar er miði á leik gildur á alla þrjá leikina sem fara fram í hverjum riðli. Verð á miða er á bilinu 4.000-9.000 Yen en 119 jen eru um 75 krónur íslenskar.

 

Lokaumferðin á HM verður leikin í Saitama Super höllinni sem tekur um 22.000 manns í sæti og eru miðar á leiki í höllinni að seljast upp. Miðar á úrslitin munu verða á bilinu 5.000-20.000 jen.

 

Það lið sem verður Heimsmeistari mun sjálfkrafa hljóta þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Beijing 2008

Fréttir
- Auglýsing -