spot_img
HomeÚti í heimiHM 2019: Fátt óvænt á fyrsta degi

HM 2019: Fátt óvænt á fyrsta degi

HM karla í körfubolta 2019 hófst í dag í Kína, en leikið var í A-D riðlum mótsins.

Meðal þjóða sem hófu leik í dag voru silfurliðið frá síðasta HM, Serbar og bronslið síðustu Ólympíuleika, Spánverjar. Fór svo að bæði lið unnu mjög örugga sigra í viðureignum sínum gegn Afríku-þjóðunum Angóla og Túnis.

Þá unnu Púertó Ríkó menn sigur á Írönum, 81-83, eftir að Íran hafði 18 stiga forystu í hálfleik.

Á morgun er leikið í E-H riðlum og mæta heims- og Ólympíumeistarar Bandaríkjanna til leiks, en þeir mæta Tékkum í fyrsta leik.

Öll úrslit dagsins má sjá hér að neðan:

A-Riðill
Pólland 80-69 Venesúela
Fílabeinsströndin 55-70 Kína

B-Riðill
Rússland 82-77 Nígería
Argentína 95-69 Suður Kórea

C-Riðill
Íran 81-83 Púertó Ríkó
Spánn 101-62 Túnis

D-riðill
Angóla 59-105 Serbía
Filippseyjar 62-108 ÍtalíaFréttir
- Auglýsing -