Bandaríkin og Frakkland spila æfingaleik fyrir HM sunnudaginn 15. ágúst í Madison Square Garden. Verður þetta fyrsti leikur liðanna í bandarískri grund síðan á Ólympíuleikunum 1984 í Los Angeles.
Franska liðið verður við æfingar í Pau frá 25. júlí til 6. ágúst og mætir svo Túnis 7. ágúst. Þaðan fara þeir til Norður Ameríku og heimsækja Kanadamenn og spila tvo leiki við þá í Toronto 12. og 13. ágúst. En Frakkar og Kanadamenn eru saman í D-riðli á HM.
Að loknum þessum leikjum heldur franska liðið til Bandaríkjanna og tekur þátt í boðsmóti Nike og spilar við Bandaríkin í New York borg.
Frakkar hefja leik á HM laugardaginn 28. ágúst gegn heims- og evrópumeisturum Spánverja.
Mynd: Frá viðureign Frakka og Belga síðastliðið sumar



