spot_img
HomeFréttirHlynur semur við Sundsvall í Svíþjóð

Hlynur semur við Sundsvall í Svíþjóð

 
Hlynur Bæringsson hjá Snæfelli settist niður í létt spjall með ritara Karfan.is sem mun birtast í heild sinni á morgun. Þetta spjall átti sér stað rétt eftir að hann hafði skrifað undir samning við Sundsvall í Svíþjóð þar sem Jakob Sigurðarson spilar.
Hlynur var valinn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar, úrslitakeppninnar og besti varnarmaðurinn og í framhaldi af því af harðfylgi skrifaði Hlynur undir samning í dag við Sundsvall Dragons og spilar með þeim á næstu leiktíð. Hlynur sagði í samtali við Karfan.is að þetta væri samningur til tveggja ára eða svokallaður 1-1 samningur og færi hann með fjölskylduna með sér.
 
Vissulega blóðtaka fyrir Íslandsmeistara Snæfells sem nú þurfa að finna sér nýjan miðherja en Hlynur hefur verið stoð Snæfellsliðsins og stytta undanfarin ár.
 
Fylgist með á morgun þegar Karfan.is birtir ítarlegt viðtal við Hlyn.
 
Símon B. Hjaltalín
 
Ljósmynd/ [email protected] – Hlynur hefur klæðst Snæfellsbúningnum í síðasta sinn… í bili.
Fréttir
- Auglýsing -