spot_img
HomeFréttirHlynur og Jakob saman með 45 stig í sigri Sundsvall

Hlynur og Jakob saman með 45 stig í sigri Sundsvall

 
Sundsvall Dragons var rétt í þessu að tryggja sér mikilvægan sigur á toppliði sænsku úrvalsdeildarinnar þegar LF Basket kom í heimsókn á heimavöll Sundsvall. Með sigrinum eru Jakob Örn og Hlynur farnir með Sundsvall upp í 3. sæti deildarinnar.
Lokatölur í viðureign Sundsvall og LF Basket voru 94-88 Sundsvall í vil þar sem Hlynur Bæringsson var stigahæstur í sigurliði heimamanna með 23 stig og 6 fráköst. Næststigahæstur í liði Sundsvall var Jakob Örn Sigurðarson með 22 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Nýting Hlyns í leiknum var til fyrirmyndar en hann setti 4 af 5 teigskotum sínum, 2 af 2 þristum og öll 9 vítin sín í leiknum. Nýtingin hjá Jakobi var heldur ekki af verri endanum, 3 af 4 teigskotum, 3 af 7 þristum og 7 af 8 vítaskotum. Eftir sigurinn í kvöld er Sundsvall í 3. sæti deildarinnar með 22 stig og eru komnir í stutt jólafrí.
 
Ljósmynd/ Eric Westlund: Hlynur var stigahæstur í sigri Sundsvall í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -