Fyrrum úrvalsdeildarlið FSU hefur náð að tryggja sér þjónustu bakvarðaparsins Hlyns Hreinssonar og Ara Gylfasonar á næsta tímabili. Leikmennirnir voru báðir einhverjir mikilvægustu leikmenn liðsins síðastliðið tímabil. Í ljósi þess að liðið féll aftur niður í fyrstu deildina, hlýtur það að teljast gleðiefni fyrir stuðningsmenn FSU að ná samt að halda í jafn sterka leikmenn.