spot_img
HomeFréttirHlynur: Mun líklega spila á mánudag

Hlynur: Mun líklega spila á mánudag

15:26
{mosimage}

(Hlynur Elías Bæringsson)

Landsliðsmaðurinn Hlynur Elías Bæringsson stjórnaði Snæfellingum af tréverkinu í gær þegar Hólmarar lágu 91-80 í DHL-Höllinni gegn toppliði KR. Hlynur er tognaður í læri en sagði í samtali við Karfan.is að hann ætlaði sér að vera með Snæfell á mánudag þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Keflavíkur í Stykkishólmi.

,,Já það var ákaflega erfitt að vera á bekknum í gær. Ég verð ekki kominn á ról alveg strax því ég er búinn að vera meiddur allt tímabilið,“ sagði Hlynur sem tognaði á læri í leiknum Meistari meistaranna gegn Keflavík. ,,Ég mun líklega spila með gegn Keflavík á mánudag en það eru nokkrar vikur í það að ég verði alveg heill.“

Snæfellingar stóðu vel í KR í gær en máttu að lokum sætta sig við 11 stiga ósigur. Snæfell er í 7. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fjórar umferðir. Hlynur lék þrjá fyrstu leikina þar sem hann var með 11,0 stig að meðaltali í leik og tók að jafnaði 12,7 fráköst og þessar tölur hefðu eflaust komið sér vel í DHL-Höllinni í gær.

[email protected]

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -