spot_img
HomeFréttirHlynur mættur til leiks með 12 stig í sigri

Hlynur mættur til leiks með 12 stig í sigri

Ellefu Drekar tóku völl í kvöld þegar Sundsvall Dragons hafði 76-62 sigur á Umea BSKT í sænsku úrvalsdeildinni. Hlynur og tveir aðrir erlendir leikmenn liðsins máttu sitja hjá í síðasta deildarleik félagsins vegna sektaraðgerða sænska sambandsins í garð félagsins. Bót var gerð í því máli Sundsvall og Hlynur því aftur gjaldgengur á parketinu.

Hlynur gerði 12 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á rúmlega 22 mínútum í kvöld. Með sigrinum í kvöld setti Sundsvall fjögur stig á milli sín og Jakobs Sigurðarsonar og félaga í Boras en Sundsvall hefur leikið 22 leiki í deildinni en Boras 21 og á því einn leik til góða. 

 

Staðan í sænsku deildinni
 

Grundserien
Nr Lag V/F Poäng
1. Södertälje Kings 19/2 38
2. Norrköping Dolphins 17/5 34
3. BC Luleå 15/8 30
4. Sundsvall Dragons 14/8 28
5. Borås Basket 12/9 24
6. KFUM Nässjö 12/11 24
7. Malbas 9/14 18
8. Uppsala Basket 9/13 18
9. Jämtland Basket 7/16 14
10. ecoÖrebro 4/18 8
11. Umeå BSKT 4/18 8
Fréttir
- Auglýsing -