Hlynur Bæringsson var hetja Sundsvall Dragons áðan þegar liðið lagði topplið Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 83-84 fyrir Sundsvall þar sem Hlynur gerði sigurstig leiksins!
Heimamenn í Norrköping fengu lokaskot sem geigaði og Sundsvall fagnaði sigri. Samkvæmt leikskrá sænska sambandsins tók Jakob Örn þriggja stiga skot þegar 6 sekúndur lifðu leik og það geigaði, Hlynur tók sóknarfrákastið og skoraði um leið og leiktíminn var allur. Eflaust var sekúnda eða einhver sekúndubrot eftir því skráð er þriggja stiga skot á Norrköping sem svo geigar en heimamenn áttu ekki leikhlé til skiptanna svo það hefur verið ólíklegt til árangurs það skotið.
Hlynur átti afbragðsleik með 15 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Jakob Örn Siguarðson gerði 16 stig í leiknum, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar og þá var Ægir Þór Steinarsson með 3 stig, 1 frákast og 2 stoðsendingar. Ragnar Nathanaelsson lék í tæpar 3 mínútur og tók eitt frákast.
Þá hafði LF Basket öruggan 96-46 sigur á Umea Baskt en Haukur Helgi Pálsson var ekki með vegna meiðsla.
Sigur Sundsvall í kvöld þýðir að Drekarnir eru nú í 5. sæti deildarinnar með 42 stig eins og Haukur og félagar í LF. Báðum liðum tókst því að saxa muninn niður í fjögur stig gegn toppliðunum Norrköping og Södertalje en Boras er í 3. sæti með 44 stig.
Staðan í sænsku deildinni
Grundserien
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Norrköping Dolphins | 31 | 23 | 8 | 46 | 2701/2455 | 87.1/79.2 | 11/4 | 12/4 | 87.9/79.3 | 86.4/79.1 | 4/1 | 8/2 | -1 | -1 | +4 | 4/1 |
| 2. | Södertälje Kings | 31 | 23 | 8 | 46 | 2678/2453 | 86.4/79.1 | 12/4 | 11/4 | 87.3/81.1 | 85.4/77.0 | 4/1 | 7/3 | -1 | -1 | +6 | 5/3 |
| 3. | Borås Basket | 31 | 22 | 9 | 44 | 2748/2519 | 88.6/81.3 | 13/2 | 9/7 | 91.5/77.9 | 85.9/84.4 | 4/1 | 7/3 | +2 | +2 | +1 |
|



