spot_img
HomeFréttirHlynur: Ég trúi ekki á þessar grýlur

Hlynur: Ég trúi ekki á þessar grýlur

19:00

{mosimage}

Hlynur Bæringsson fyrirliði Snæfells var einn fjölmargra Snæfellinga sem var valinn í úrvalslið 16-22 umferðar í Iceland Express-deildar karla í gær. Hlynur sem lyfti nýlega bikarnum fyrir Snæfell er hvergi banginn fyrir viðureign liðsins við Njarðvík og sagði að Þór hafi átt sigurinn skilinn í síðustu viðureign Snæfells og Þórs.

,,Þetta var dapurt hjá okkur,” sagði Hlynur um leik síns liðs gegn Þór á þriðjudagskvöld. ,,Við mættum svolítið eins og við værum rosa góðir og ætluðum að taka þetta með vinstri. Þórsarar voru einfaldlega góðir og lömdu okkur og tóku þetta. Þeir áttu þetta fyllilega skilið og voru miklu betri en við.”

Njarðvík í fyrstu umferð?
,,Við höfum unnið nokkrum sinnum í Njarðvík og ég hræðist það verkefni ekkert. Þetta verður erfitt og ég ber virðingu fyrir mörgum í Njarðvík. Þarna eru margir góðir félagar eins og Frikki(Friðrik Stefánsson) sem ég hef barist við nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Við getum unnið Njarðvik, þeir vita það og við vitum það og við förum fullir sjálfstrausts í þennan leik. En Njarðvík er gott lið og við eru tilbúnir að senda okkur heim snögglega og ef við spilum eins og vitleysingar á löngum tíma eins og við gerðu í gær þá senda þeir okkur í sumarfrí.”

Getur Njarðvík unnið í Hólminum?
,,Við höfum haft gott tak á þeim í Hólminum en það skiptir engu máli í þessu einvígi. Þetta snýst um liðið hverju sinni. Ég trúi ekki á þessar grýlur,” sagði Hlynur og telur fyrri leiki ekki skipta neinu máli þegar út á gólfið er komið. ,,Þetta hefur ekkert með húsið í Hólminum að gera og það gefur okkur ekkert sjálfstraust þó að þeim hafi gengið illa þar fram að þessu. Við getum ekki hugsað um að þeir verði lélegir þó leikurinn fari fram í Hólminum.”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -