spot_img
HomeFréttirHlynur Bæringsson: Fer ekki aftur til Woon!Aris

Hlynur Bæringsson: Fer ekki aftur til Woon!Aris

{mosimage}

Svo gæti farið að landsliðmaðurinn Hlynur Bæringsson myndi leika á Íslandi á næstu leiktíð en hann sagði í stuttu spjalli við Karfan.is að hann myndi ekki leika með Woon!Aris í Hollandi að nýju.

Hlynur og Sigurður Þorvaldsson léku með Woon!Aris í Hollandi en Sigurður

hefur þegar gefið út að hann muni leika með Snæfell á næstu leiktíð.

„Staðan er orðin erfiðari fyrir Evrópumenn í mörgum deildum vegna þess að lið mega hafa eins marga kana og þau vilja,“ sagði Hlynur sem stefnir 100% að því að leika erlendis á næstu leiktíð.

„Annars endar maður bara heima og það er s.s. enginn heimsendir, ég er bara 23 ára og fæ pottþétt tækifæri til þess að leika aftur erlendis og ef af því verður mun ég vanda valið betur því ég lærði ekkert af veru minni hjá Woon!Aris nema kannski hvernig eigi ekki að æfa,“ sagði Hlynur.

Hvað svo sem verður hjá þessum baráttujaxli þá er það vitað að mörg lið hefðu áhuga á því að fá hann innan sinna raða hér heima.

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -