spot_img
HomeFréttirHlynur Bærings: Bara Njarðvík á ,,freeroll? í fyrstu umferð

Hlynur Bærings: Bara Njarðvík á ,,freeroll? í fyrstu umferð

15:15 

{mosimage}

 

 

Vafalaust verður fjölmennt á leik Snæfellinga og Keflavíkur í Stykkishólmi í kvöld enda Hólmarar duglegir við að mæta á leiki sinna manna. Hlynur Bæringsson á von á góðri mætingu bæjarbúa og segir að þrátt fyrir meiðslavandræði Keflavíkur séu þeir með frábært lið og séu hættulegir hvort sem þeir eru aðeins með einn kana eða tvo erlenda leikmenn.

 

Hvernig leggst leikur kvöldsins í þig?

Leikur kvöldsins leggst mjög vel í mig, þetta er það sem allir hafa beðið eftir og verður bara gaman að byrja þetta.

 

Eru allir heilir í herbúðum Snæfellinga?

Allir eru heilir í okkar liði, Daninn er u.þ.b að komast í sitt besta form eftir sín meiðsl og ættu því allir að vera nokkuð sprækir.

 

Áttu von á fjölmenni í kvöld?

Það verður pottþétt fjölmenni í kvöld, áhorfendur alveg eins og leikmenn hafa beðið eftir þessu og láta ekki sitt eftir liggja, þar sem að við höfum heimavöllinn er ákaflega mikilvægt að nýta hann með sem bestum stuðning, veit ekki hvort margir Keflvíkingar mæti en það verður nóg af Hólmurum.

 

Hvernig leik þurfið þið að eiga til að klára Keflavík í kvöld?

Við þurfum bara að spila okkar leik eins og gamla klysjan segir, þ.e. við þurfum ekkert sem við höfum ekki sýnt nú þegar, hins vegar ef við mætum ekki rétt stemmdir og höldum að Keflavík séu eitthvað vængbrotnir þá refsa þeir okkur strax og henda okkur út, það er nokkuð klárt. Ég held hinsvegar að enginn í okkar liði hugsi þannig því þrátt fyrir eitthver kanavandræði þá eru þeir frábært lið sem eru hættulegir sama hvort þeir verða með 1 eða 2 kana, það skiptir ekki máli. Deildin hefur bara verið það jöfn að aðeins Njarðvík er á "freeroll" í 1.umferð, hin liðin geta öll farið áfram eða dottið út, svo jafnt er þetta.

Fréttir
- Auglýsing -