Landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson á „vin“ sem er sólginn í flatbökur. Í kvöld verður fjörlegur uppgjörsþáttur á deildarkeppni Domino´s-deildarinnar á Stöð 2 Sport og það í opinni dagskrá. Körfuboltakvöld lofaði eftirfarandi á Twitter:
Endilega verið dugleg að tísta með okkur í þættinum í kvöld. Einn heppinn tístari fær gjafabréf frá @DPISL #dominos365
— Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) March 11, 2016
Hlynur hugsaði sér gott til glóðarinnar
Ég sakna Dominos, ætla að dæla inn tístum í kvöld og tryggja mér þetta. Vonandi sumarbirgðir. https://t.co/njzxiENlnF
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) March 11, 2016
…en hann er vinamargur maður og einstakt góðmenni
Var að sjálfsögðu bara að grínast, ég er íþróttamaður og borða eingöngu fisk,kjúkling og salat.
Ætla að gefa gjafabréfið til vinar míns.— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) March 11, 2016
En burtséð frá flatbökuáhuga „vinar“ Hlyns þá er landsliðsmaðurinn í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með Sundsvall Dragons um þessar mundir en Jakob Örn Sigurðarson sem er vinur Hlyns (óstaðfestur flatbökuáhugi þar) í 4. sæti með Boras Basket. Þeir félagar Hlynur og Jakob eru á leið í úrslitakeppnina sem hefst á sunnudag hjá þeim báðum. Jakob og Boras verða með heimavöll gegn KFUM Nassjö en Sundsvall mætir Norrköping þar sem Norrköping verður með heimaleikjaréttinn.



