Síðasti styrkleikalisti FIBA fyrir EuroBasket 2017 var birtur fyrr í dag, en mótið sjálft hefst þann 31. næstkomandi þar sem að Ísland mun leika sinn fyrsta leik gegn Grikklandi. Engin breyting er við topp listans þar sem að geysisterkt lið Spánar er áfram í efsta sætinu. Serbía er svo í öðru sætinu, en riðils-félagar Íslands, Frakkland, er komið í þriðja sætið.
Þar sem Ísland var, við botn listans, er þó einhver hreyfing. Ísland færist upp úr 23. sæti listans í það 21. Í umsögn fyrir liðið dásamar FIBA miðherjann efnilega, Tryggva Hlinasonar og frammistöðu hans gegn Litháen fyrr í vikunni.
Í rökstuðningi fyrir þessari sveiflu Íslands segir FIBA:
"Búið ykkur undir það. Hlinason er á leiðinni! Rísandi stjarna Íslands skoraði 19 stig á móti Litháen og sýndi Valencia þar með hvers þeir mættu fara að hlakka til. Áður en hann fer til Spánar mun hann þó reyna að læra nokkrar hluti gegn stórum mönnum NBA deildarinnar sem spila fyrir Frakkland, Grikkland og Slóveníu. Gæti verið of snemmt fyrir hann að taka yfir, þó…"
A riðill Íslands er samkvæmt þessum nýja styrkleikalista:
#3: Frakkland
#5: Grikkland
#9: Slóvenía
#14: Pólland
#18: Finnland
#21: Ísland