Næsti viðmælandi hér á Hliðarlínunni er enginn annar en NBA dómarinn Joey Crawford. Kappann þarf vart að kynna til leiks, ef þú hefur eitthvað fylgst með NBA þá hefur þú séð Joey. Kappinn er á leið til landsins og verður aðalfyrirlesari á opnum dómarafundi þann 13. september næstkomandi. Joey Crawford komst í kynni við Kristinn Óskarsson körfuknattleiksdómara og sá hittingur gat af sér ferð Crawfords til Íslands.
Hliðarlínan: Joey Crawford



