spot_img
HomeFréttirHjörtur verður ekki með Hauka í 1. deildinni

Hjörtur verður ekki með Hauka í 1. deildinni

21:00 

{mosimage}

 

 

Keflvíkingurinn Hjörtur Harðarson mun ekki þjálfa körfuknattleikslið Hauka í 1. deild karla á næstu leiktíð en hann var þjálfari liðsins í ár þegar liðið féll úr Iceland Express deildinni niður í 1. deild. Haukar unnu fjóra leiki í deildinni í vetur en það dugði þeim ekki til að halda sæti sínu í úrvalsdeild og sagði Hjörtur að liðið hefði verið óheppið og að fullt af tækifærum hefðu verið til staðar til að bjarga sætinu í deildinni.

 

,,Við fengum fullt af tækifærum til að halda okkur uppi t.d. í leikjunum gegn Þór Þorlákshöfn og ÍR en við nýttum þau því miður ekki og því fór sem fór,” sagði Hjörtur sem er ekki farinn að huga að næstu leiktíð.

 

,,Það er meira en að segja það að skilja við körfuboltann en mig verður örugglega farið að kitla eitthvað í haust svo ég sé bara til hvað ég geri,” sagði Hjörtur fráfarandi þjálfari Hauka.

 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -