spot_img
HomeFréttirHjörtur Harðarson genginn til liðs við Grindvíkinga

Hjörtur Harðarson genginn til liðs við Grindvíkinga

21:12

{mosimage}

Hjörtur Harðarson sem þjálfaði lið Hauka í Iceland Express deild karla síðastliðinn vetur hefur ákveðið að leika með Grindavík í deildinni í vetur. Þá mun Morten Szmiedowicz jafnvel leika með liðinu eftir áramót og svo eru líkur á að Helgi Jónas Guðfinnsson muni leika eitthvað með liðinu.

 

Hjörtur lék síðast með Grindavík 2005-06 en hann lék einnig með liðinu 1993-96. Hann hefur einnig leikið með Keflavík, Þór Ak og Haukum og hefur samtals leikið 269 leiki og skorað 8,8 stig. Hjörtur hefur leikið 50 A landsleiki. 

Morten sem er 27 ára hefur leikið 51 leik í efstu deild, þar af 24 með Grindavík, síðast 2004-05 og hann hefur skorað 7,1 stig að meðaltali í leik. 

Helgi Jónas hefur leikið af og til með Grindavík undanfarin ár en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er orðinn 31 árs og hefur leikið 190 leiki í efstu deild og alla fyrir Grindavík og skorað í þeim 14,2 stig að meðtali. Þá hefur Helgi leikið 63 A landsleiki.

 

[email protected]

 Mynd: kafan.is  

Fréttir
- Auglýsing -