spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHjónaglíma í Grafarvoginum í kvöld

Hjónaglíma í Grafarvoginum í kvöld

Fjölnir tekur á móti Selfossi kl. 17:45 í dag í Dalhúsum í Grafarvogi í fyrstu deild kvenna.

Leikur dagsins að sjálfsögðu merkilegur fyrir fjölmargar sakir, en ekki síst þær að þar munu mætast þjálfararnir Halldór Karl Þórsson og eiginkona hans Berglind Karen Ingvarsdóttir.

Hérna eru leikir dagsins

Halldór Karl hefur verið við þjálfun hjá Fjölni síðustu ár ásamt því að hafa verið með íslenska kvennalandsliðinu. Berglind Karen tók við liði Selfoss fyrir yfirstandandi tímabil og hefur gert afar vel með félaginu á sínu fyrsta ári, þar sem þær sitja í 3. sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leikina.

Berglind Karen
Fréttir
- Auglýsing -