Hjalti Friðriksson hefur gert tveggja ára samning við ÍR og mun leika með Breiðhyltingum á næstu leiktíð í Iceland Express deild karla. Hjalti lék með Breiðablik á síðustu leiktíð sem féllu í 1. deild en hann gerði 8,6 stig og tók 4,3 fráköst að meðaltali í leik með Blikum.
,,Nú er ég frekar ánægður. Við erum búnir að mynda sterkan hóp sem samanstendur af góðum leikmönnum og frábærum einstaklingum. Hjalti er gríðalega góður leikmaður, hávaxinn, sterkur varnar- og sóknarlega og frábær viðbót inn í ÍR-liðið,” sagði Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR í samtali við Karfan.is.
Ljósmynd/ www.ir.is – Hjalti og Gunnar við samningagerðina. Hjalti verður í Hellinum á næsta tímabili.



