Hjalti Vilhjálmsson teflir fram sínum mönnum í Fjölni í kvöld í fyrsta úrslitaleik Fjölnis og Hattar í 1. deild karla. Í boði er sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð en það er skarð fyrir skyldi í Dalhúsum því Emil Þór Jóhannsson verður ekki með sökum meiðsla. Hjalti sagði að Fjölnismenn þyrftu að ná að stjórna hraðanum í leikjunum og stoppa þristana hjá Hetti.
Sería gegn Hetti framundan. Hvernig metur þú andstæðinginn um þessar mundir?
Höttur er með flott lið og virðast vera á fínu róli um þessar mundir. Vinna Þór í tveim leikjum og þar af útileikinn örugglega.
Allir heilir og klárir í slaginn?
Nei því miður eru ekki allir heilir en flestir ætla nú að láta sig hafa það og gera sitt en Emil verður ekki með.
Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir þessa úrslitaseríu gengið?
Undirbúningur hefur farið mikið í að recovera frá seríunni gegn Blikum sem tók mikið á okkur en við höfum eitthvað farið í gegnum Hött.
Hvað í seríunni er mikilvægast fyrir Fjölni til að ná að tryggja sér aftur sæti í úrvalsdeild?
Við þurfum að ná að stjórna hraðanum og stoppa þristana hjá þeim.



