spot_img
HomeFréttirHjalti Þór: vorum alltaf að fá annan og þriðja séns í sókninni

Hjalti Þór: vorum alltaf að fá annan og þriðja séns í sókninni

Hjalti Þór Vilhjálmsson stýrði sínu liði til sigurs gegn Hetti í kvöld og eru þeir því aðeins einum sigri frá Domino’s deildinni.  Fjölnismenn léku við hvern sinn fingur í kvöld og hefði ekki nokkur maður búist við svo stórum leik fyrir fram.  Hjalti var engin undantekning á því og bjóst ekki við jafn stórum sigri og raun bar vitni

 

 

“Nei alls ekki, ég veit ekki alveg, það var eins og þeir bara brotnuðu einhvernveginn þegar við vorum komnir með 10-15 stiga forskot.  Þá einhvernveginn gáfust þeir hálfpartinn upp, þeir voru ekki að hitta, þeir voru reyndar að fá fullt af skotum en voru ekki að setja þau.  Það kom svona vonleysi held ég hjá þeim”.  

 

Þarf ekki að leggja áherslu á að undirbúa liðið til þess að það mæti með rétt spennustig í næsta leik eftir svona stórt tap? 

“Við gerðum þetta nákvæmlega sama á móti Breiðablik, unnum þá hérna með einhverjum 30 og töpuðu svo á móti þeim í smáranum.  Þannig að við þurfum að læra af því og gíra okkur upp í Hattar leikinn á Egilsstöðum á föstudaginn”.  

 

Ólafur Torfason átti stórleik í liði Fjölnis og hann var á tímabili með fleiri sóknarfráköst en allt lið Hattar. 

Er hægt að tapa baráttunni um sóknarráköstin með menn eins og hann í liðinu? 

“Við erum búnir að gera það tvisvar í vetur.  Við settum okkur markmið fyrir tímabilið að við ætluðum að vinna sóknarfráköstin í hverjum einasta leik.  Það er ákveðin refsing fyrir hvert skipti”.  

 

Er þessi frákastabarátta ekki það sem skilar ykkur þessu stóra forskoti í kvöld? 

“Jú klárlega, við vorum alltaf að fá annan og þriðja séns í sókninni, það náttúrulega telur, á meðan þeir voru ekki að fá marga sénsa”.  

 

[email protected]

Mynd: Axel Finnur

Fréttir
- Auglýsing -