spot_img
HomeFréttirHjalti Þór tekur við Íslandsmeisturunum

Hjalti Þór tekur við Íslandsmeisturunum

Valur hefur ráðið Hjalta Þór Vilhjálmsson sem þjálfara Íslandsmeistara Vals. Hjalti Þór tekur við af Ólafi Jónasi Sigurðssyni sem ákvað að taka sér frí frá þjálfun við lok tímabilsins.

Hjalti Þór hefur verið þjálfari karlaliðs Keflavíkur sl. fjögur ár en var þar á undan þjálfari hjá KR, Fjölni og Þór Akureyri. Hjalti Þór er að auki aðstoðarþjálfari karlaliðs Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -