spot_img
HomeFréttirHjalti: Nýtt mót!

Hjalti: Nýtt mót!

Hjalti Þór Vilhjálmsson og Fjölnismenn halda inn í undanúrslit 1. deildar karla í kvöld þar sem Fjölnismenn verða með heimaleikjaréttinn gegn Hamri sem virðist vera að sækja í sig veðrið þessi dægrin. Karfan.is ræddi við Hjalta fyrir átökin.

Fjölnir er eitt af heitari liðum deildarinnar á leið inn í úrslitakeppnina með þrjá deildarsigra í röð og sjö heimasigra í röð – er það ekki fínasti meðbyr fyrir Fjölnismenn?
Já við höfum verið á ágætis róli undanfarið og gert nóg til að vinna síðustu leiki og einnig þurft að fara nokkuð djúpt á hópinn vegna meiðsla og veikinda.

Þið unnuð alla 3 deildarleikina gegn Hamri, verður Fjölnir ekki að teljast sterkari aðilinn á leið inn í undanúrslitin?
Hamar hafa verið á flottu róli eftir áramót og þeir voru allt annað lið í síðasta leik gegn okkur heldur en hinum tveim á undan. Úrslitakeppnin er nýtt mót og það sem þú gerðir fyrir einhverjum dögum eða mánuðum telur ekki þegar flautað verður til leiks í kvöld.

Staðan á hópnum? Allir heilir og klárir?
Staðan á hópnum mætti alveg vera betri, nokkrir að koma til baka eftir veikindi og aðrir meiddir. En ég sá allan hópinn á æfingu í fyrradag í fyrsta skiptið í dágóðan tíma þannig að það er allavega jákvætt reyndar ekki allir með á æfingunni en framför við það sem verið hefur.

Hvernig metur þú Hamarsmenn þessi dægrin, þetta lið sem þið unnuð þrisvar í deild, finnst þér þeir vera sterkari/lakari þessi dægrin?
Líkt og ég sagði áðan að þá er Hamarsliðið gjörbreitt frá því fyrir áramót og spilar af mikið meiri hörku en áður. Þeir hafa góðan hóp af leikmönnum sem kann leikinn vel og eru ávalt að ná betur saman virðist vera.

Að lokum, Valur – Breiðablik, hvaða líð sérðu klára þá rimmu og af hverju?
Ég held að þessi sería verði þrælskemmtileg líkt og okkar sería. Valur með sterkara lið en ef Blikar gera þetta saman, nýta sína styrkleika og hitta fyrir utan að þá fer þessi sería í 5 leiki. En ég held að Valur fari áfram.

Undanúrslit 1. deildar karla í kvöld, þriðjudaginn 14. mars:
19:15 Fjölnir – Hamar
19:30 Valur – Breiðablik.

Fréttir
- Auglýsing -