spot_img
HomeFréttirHjalti: Klúðrið leiðrétt

Hjalti: Klúðrið leiðrétt

Fjölnismenn fagna á Egilsstöðum í kvöld en Dalhúsadrengir tryggðu sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð með öruggum 81-98 sigri á Hetti. Fjölnir vann því einvígið 2-0 en liðið gistir á Egilsstöðum í nótt. Karfan.is ræddi við Hjalta Þór Vilhjálmsson þjálfara Fjölnis sem sagði að nú hefði tekist að leiðrétta klúður síðasta tímabils.
 
 
„Mér hefur fundist stígandi í hópnum í allan vetur og svo toppum við núna á hárréttum tíma. Tímabilið hófst illa og það setti svona markmið okkar um að fara beint upp úr skorðum en þá var stefnan bara tekin á 2. sætið og að fara upp og það gekk eftir,“ sagði Hjalti léttur á manninn.
 
„Ég lít svo á að við séum að leiðrétta þetta klúður núna, klúðrið var að falla á síðasta tímabili en nú hefur þetta verið leiðrétt,“ sagði Hjalti. Fjölnir er iðkendaríkt félag og lumar á mönnum á víð og dreif í boltanum, verða þeir kallaðir heim í sumrinu?
 
„Það kemur bara í ljós, hópurinn í dag er þéttur og mórallinn er góður og hefur verið það í allan vetur, það skiptir rosalega miklu mál en þeir sem vilja koma eru velkomnir.“
  
Fréttir
- Auglýsing -