spot_img
HomeFréttirHjalti Friðriksson mun spila með Val í vetur

Hjalti Friðriksson mun spila með Val í vetur

16:23
{mosimage}
Hjalti Friðriksson í Stjörnuleik Charlotte í fyrravetur

Hjalti Friðriksson sem sló rækilega í gegn með Gaston Day Spartans síðastliðin vetur hefur gengið aftur í raðir Valsmanna.  Hjalti er buinn að vera að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu en hefur þó ekki ennþá skrifað undir.  
Karfan.is náði tali af Hjalta eftir leikinn gegn Fjölnismönnum í Reykjavíkurmótinu í gær.  Hjalti var að vonum ekki beint sáttur með leik liðsins í gær.  “við lítum kannski ekki alveg rétt út núna.  Við vorum í einhverjum villuvandræðum og aumingjaskap bara. Við erum bara að skokka fram og aftur völlinn og lélegt effort í vörninni.  Bara aumingjaskapur, hreint og beint.”
Valsmenn hafa verið í baráttunni um að komast upp í úrvalsdeild síðastliðin ár en ekki gengið sem skildi.  Hjalti segir að núna séu breyttir tímar.  “ Við ætlum að vinna þetta allt.  Fara bara beint upp, engin úrslitakeppni.  Þó við myndum auðvita bara salta hana ef við förum í hana”.  

Gísli Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -