13:00
{mosimage}
Valsarinn Hjalti Friðriksson hefur verið að gera góða hluti í henni Ameríku í vetur. Hjalti sem er að leika með high-school liðinu Gaston Day Spartans hefur vakið athygli ytra og upplifað mörg ævintýri. Um síðustu helgi fór fram Stjörnuleikur Charlotte og var Hjalti valinn í lið Austurhlutans. Hann skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og varði 5 skot í sigurleik liðsins 113-104.
Hjalti var þar með fyrsti leikmaður Gaston Day Spartans í 7 ár til að vera valinn í Stjörnuliðið.
Í febrúar upplifði Hjalti annað stórt ævintýri þegar lið hans lék upphitunarleik fyrir leik Charlotte Hornets og Los Angeles Lakers. Hjalti var reyndar óheppinn þann dag því hann var fárveikur, hann lék þó leikinn en sá ekki NBA leikinn.
Hjalti sendi okkur nokkrar myndir úr upphitunarleiknum.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
Myndir: Frá Hjalta Friðrikssyni.



