spot_img
HomeFréttirHjalti á leið í ökklaaðgerð og verður frá næstu vikur

Hjalti á leið í ökklaaðgerð og verður frá næstu vikur

14:43
{mosimage}

(Hjalti Vilhjálmsson)

Nýliðar Breiðabliks verða að sætta sig við að nýji leikmaður þeirra Hjalti Vilhjálmsson verði ekki með í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð. Hjalti er á leið í ökklaaðgerð og verður frá næsta mánuðinn það minnsta. Hjalti fór í ökklaaðgerð á sama ökkla fyrir fjórum árum og hefur allar götur síðan verið að stríða við þessi sömu meiðsli.

,,Fyrir fjórum árum voru komnir tveir beinbroddar í liðamótin í ökklanum og þá fór ég í aðgerð. Nú eru þessir broddar komnir aftur og hafa skrapað í burtu eitthvað af brjóskinu í liðamótunum,“ sagði Hjalti sem tók sér frí frá æfingum að loknu síðasta tímabili til að hvíla ökklann.

 

,,Þegar ég svo byrjaði aftur nú fyrir skömmu var ökklinn ágætur og allt í góðu en síðan í byrjun september var ég byrjaður að bólgna aftur og ákvað því að kíkja til læknis. Eftir skoðun fékk ég að vita það í gær að ég þyrfti að fara í aðgerð, annað hvort á morgun eða 16. október svo ég ákvað að sleppa Danmerkurferðinni með Breiðablik og fara í aðgerð á morgun til að ná sem mestu af Íslandsmótinu,“ sagði Hjalti en í dag héldu Breiðablik og Grindavík til Danmerkur í æfingaferð og var Hjalti vitanlega súr yfir því að missa af þessari undirbúningsferð.

,,Það er alveg glatað að missa af ferðinni til DK enda frábær stemmning í hópnum en svona er þetta bara og maður verður að taka því,“ sagði Hjalti sem kom í sumar til Blika úr röðum Fjölnis sem er hans uppeldisfélag.

[email protected] 
Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -