spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHjálmar: Spennandi að spila næstu leiki

Hjálmar: Spennandi að spila næstu leiki

Hjálmar Stefánsson horfir fram á bjartari tíma:

Þetta var leikur gegn Íslandsmeisturum síðustu sex tímabila og á þeirra heimavelli og allt það – en þú ert samt sem áður væntanlega óánægður með spilamennskuna hjá liðinu?

Jújú, við vorum að gera fullt af klaufalegum mistökum en þetta er náttúrulega bara leikur 2 og við erum með alveg glænýtt lið frá því í fyrra þannig að það tekur okkur kannski 2-3 alvöru leiki til að púsla okkur almennilega saman. En þetta kemur, við vorum að spila á móti ótrúlega sterku KR-liði og þetta gekk bara ekki upp hjá okkur í dag.

Þið áttuð ágæta spretti í leiknum, komust aðeins yfir á tímabili snemma leiks en svo fannst mér KR-vörnin ná að stöðva allt flæði hjá ykkur sóknarlega eftir því sem á leið og einstaklingsframtakið varð ansi áberandi…

Þeir eru náttúrulega bara rosalega klárir í sínu og það er alveg rétt að við fórum aðeins út því sem við vorum að gera vel, en við verðum bara að fara yfir þetta og lögum þetta fyrir næsta leik vonandi.

Jájá. En hvernig líst þér á þitt lið eða mannskapinn í Haukaliðinu núna?

Mér líst bara mjög vel á þetta, við erum með rosalega flottan 12 manna hóp og það verður bara spennandi að spila næstu leiki – vonandi gengur betur í þeim.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -