spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHjálmar og Tómas Þórður drjúgir í sigri Carbajosa

Hjálmar og Tómas Þórður drjúgir í sigri Carbajosa

Tómas Þórður Hilmarsson, Hjálmar Stefánsson og Aquimisa Carbajosa unnu í dag NCS Alcobendas í Leb Plata deildinni á Spáni, 86-62. Carbajosa eru eftir leikinn í 5. sæti austurhluta deildarinnar með sex sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hjálmar einu stigi, fimm fráköstum stoðsendingu og stolnum bolta. Tómas Þórður lék rúma 21 mínútu í leiknum og var með 11 stig, 7 fráköst og stoðsendingu.

Næsti leikur Carbajosa er gegn Deportivo UDEA þann 9. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -