spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHjálmar og Tómas öflugir í tapi

Hjálmar og Tómas öflugir í tapi

Aquimisa Carabajosa töpuðu í gær öðrum leik sínum í röð í LEB plata deidinni á Spánni. Íslendingarnir Hjálmar Stefánsson og Tómas Þórður Hilmarsson leika með Carabajosa.

Þeir félagar voru báðir í byrjunarliði liðsins og léku stórt hlutverk. Hjálmar Stefánsson átti mjög fínan leik, skilaði 9 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum á 28 mínútum. Tómas var með 4 stig á 23 mínútum.

Carbajosa sitja í áttunda sæti deildarinnar með þrjá sigra í sjö leikjum. Í næstu umferð mætir liðið Reina Clavijo sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -