Áður en ég byrja að telja upp þau atvik sem nú þegar hafa komið upp þá hendum við Reggie Evans inn í þetta svona sem heiðarlegri tilraun til að æsa upp mannskapinn og fá leikmenn í eitthvað bull.
Þrátt fyrir að þetta sé í raun ekki slagsmál eða rysking þá er hægt að brosa yfir þessu. Það er alveg hægt að hugsa sér að Boozer hafi gjörsamlega verið á barmi þess að fara yfir um eftir að þurfa að kljást við Evans í sjö leikjum. Evans byrjar á því að floppa pínu eftir að Boozer brýtur á honum og í stað þess að labba fram hjá leikmönnum Bulls ákveður hann að troða sér í gegn um hópinn.
10. Kenneth Faried „Hitman“
Þegar kemur að óþarfa heimskulegum brotum þá nær þetta pottþétt inn á listann. Þetta var þó ekki nærri því nógu fólskulegt til að Faried hefði verið sparkað út úr húsi eins og Mark Jackson vildi meina eftir leik. Jackson vildi þá meina að Denver hafi sent út „Hitman“ til að taka út Stephen Curry
Þetta var sennilegast það allra versta sem Denver gerði Curry en tvisvar sinnum setti Faried olnbogann út til að gera það að verkum að Curry myndi hlaupa á hann. Þó svo að Curry hafi misst jafnvægið í bæði skiptið þá hefði þetta alveg getað dugað svona miðað við meiðslasögu Curry.
9. Matt Barnes fær smá ást
Það var svo sem alveg rétt að dæma á þetta óíþróttamannslega villu enda vel kjánalegt. Það var alveg hiti á milli þeirra Matt Barnes og Zach Randolph en þeir voru samt sem áður mjög einbeittir. Í þessu myndbroti þá verður smá æsingur en það gekk yfir jafn hratt og það byrjaði.
Barnes ætlaði að brjóta nógu fast á Randolph svo að hann myndi ekki skora auðveldlega en samt ekki það fast að hann yrði aðvaraður af dómurum. Það besta við þetta eru samt viðbrögðin frá Randolph sem æddi upp í bræði af gamla skólanum sem kom honum á endanum í vandærði. Hann áttaði sig fljótt á því að hefnd myndi bara koma niður á liðinu og þess í stað faðmaði hann Barnes og þakkaði honum fyrir vítaskotin tvö sem og að fá boltann aftur.
8. Nate Robinson hefur hendur á C.J. Watson
Nate Robinson og C.J. Watson tókust vel á frá leik eitt í seríu Bulls og Nets og í leik fjögur sauð aðeins upp úr. Watson kom upp með boltann í öðrum leikhluta enginn veit hvað það var sem pirraði Robinson. Kannski var það hvernig Watson dripplaði, gekk eða blikkaði allavega tók Robinson málin í sínar hendur.
Robinson spilaði fanta vörn á hann og var búinn að þröngva honum í vonda stöðu við hliðarlínuna en Watson reyndi að komast framhjá. Robinson teygði sig á eftir boltanum en æddi svo bara í Watson, ýtti honum aðeins og þrýsti honum svo upp við ritaraborðið.
Sem betur fer fyrir Bulls fékk Robinson ekki brottrekstrarvillu og Robinson hefði ekki hamrað niður 23 stigum í fjórða leikhluta.
7. Chris Paul skotið
Þegar það sá fyrir endann á tímabilinu hjá Clippers fór allt á fullt hjá leikmönnum. Liðið var 14 stigum undir og innan við þrjár mínútur eftir þegar Chris Paul tapaði kúlinu og fékk brottrekstrarvillu. Gæti þetta hafa verið síðasti leikurinn hjá honum fyrir Clippers en Paul er frjáls ferða sinna og gæti því klæðst einhverju öðru á næsta tímabili.
Tayshaun Prince stóð á línunni og tók skotið. Paul rauk af stað til að fara í frákast ef hann skildi klikka. Áður en hann hljóp að körfunni smellti hann báðum hnefum í magan á Gasol á sama tíma og Matt Barnes hélt honum föstum. Paul fékk sína aðra tæknivillu og brottrekstur. Áður en hann yfirgaf gólfið tók hann í hendur á leikmönnum Memphis og sendi dómurum kveðju.
6. Chris Andersen gleymir í hvaða deild hann spilar
Þegar þetta atvik átti sér stað var það harðasta sem sést hafði milli Bulls og Heat, það átti svo eftir að breytast í leik þrjú. Leikur tvö gaf svona smjörþefinn af því sem koma skildi næstu sjö leikhluta.
Kannski hafði Andersen gleymt því að hann spilaði körfuknattleik en ekki ruðning þegar hann braut á Marco Balinelli. Balinelli dripplar í átt að þriggja stiga línunni þegar Andersen tæklar hann og sendir þann fyrr nefnda inn í fremstu áhorfenda röðina og fékk fyrir vikið óíþróttamannslega villu.
5. David West skellir Al Horford
Atlanta Hawks var í góðum málum í leik þrjú gegn Pacers og David West gerði allt sem hann gat til að halda aftur af reiðinni sem magnaðist innra með honum. Það var brotið frekar fast á West rétt áður en þessi atburður átti sér stað og hann ákvað að hefna sín á Al Horford þegar sá síðar nefndi brunaði upp í hraðaupphlaup á hinum enda vallarins.
West ýtti Horford frekar harkalega með vinstri hendi svo Horford féll í gólfið. Jeff Teague ýtti þá West aðeins meira og svo byrjuðu allir að ýta öllum. Þegar dómarar leiksins höfðu róða hlutina niður fékk West óíþróttamannslega villu og Teague tæknivillu, allt vegna kjánalegra bakhrindinga.
4. Joakin Noah kemur Nate til bjargar, svona næstum því
Leikur eitt í seríu Bulls og Heat má líkja við nokkra vini sem hittast og skella sér út í ís miðað við hvað leikur tvö og þrjú bauð upp á. Eftir að Bulls höfðu sigrað fyrsta leikinn fóru menn að hnykla vöðvana og hitinn varð gífurlegur. Í hvert skipti sem leikmenn Bulls bömpuðu eða brutu hefndu leikmenn Heat. Á endanum þróaðist leikurinn í þetta þar sem annað liðið gerði eitthvað af sér og hinir svöruðu fyrir sig.
Dæmið hér fyrir neðan er kjánalegt af þeirri ástæðu að Joakim Noah brást heldur illa við þegar Andersen ver skot frá Robinson. Andersen rekst í leikmanninn knáa sem gerir það að verkum að þeir detta báðir út af og flækjast einhvern veginn saman. Á sama tíma og þeir eru báðir að reyna að standa upp kemur Noah hlaupandi og hrindir Andersen í gólfið sem leiðir út í smá hnapp.
3. Nazr Mohammed tapar sér á LeBron
Hingað til er þetta sennilegast það mesta sem hefur komið upp á milli leikmanna Heat og Bulls þó svo að einn leikur hið minnsta sé eftir af seríunni.
Nazr Mohammed kom upp við hlið James í öðrum leikhluta á leik þrjú og reyndi að taka tuðruna af James. James reif sig lausan sem varð til þess að Mohammed féll í gólfið. Mohammed var ekki lengi að stökkva aftur upp og ýta all hressilega í James sem varð til þess að hann féll niður. Nazr var sparkað af velli á meðan James fékk tæknivillu fyrir sitt hlutskipti.
2. J.R. Smith krækir sér í brottrekstur
Boston voru á síðustu metrunum í seríunni gegn Knicks þegar J.R. Smith gaf þeim ástæðu til að bíta aðeins frá sér. Smith kom upp við hlið Jason Terry og þrýsti í hann öxlinni. Terry gerði sig líklegan til að reyna að slá boltann úr höndunum á Smith rétt fyrir utan þriggja stiga línuna. Smith var ekki ánægður með þetta og smellti olnboganum í höfðið á Terry.
Höggið small í kjálkann á Terry sem féll við. Fyrir vikið var Smith vikið af velli og var í banni í leik fjögur þar sem Boston náði að hefna sín örlítið. Celtics liðið vann leik fjögur og fimm og náði að bjarga andlitinu áður en Knicks kláraði seríuna í leik sex.
1. Zach Randolph og Blake Griffin hreppa gullið
Zach Randolph og Blake Griffin fá gullverðlaun í þessum flokki og með þetta brot er fullkomið dæmi um hvernig baráttan á milli þeirra var alla seríuna. Það þyrfti talnagrind eða fingur og tær allra áhorfenda í fremstu röð til að telja hversu oft þeir héldu hvor öðrum í baráttu um fráköst undir körfunni.
Í þetta skipti var það Griffin sem hélt Randolph sem gafst aldrei upp í baráttunni um að ná þessu frákasti. Griffin datt í gólfið og tók Randolph með sér sem datt ofan á hinn og saman fóru þeir í eitthvað sem líkist frekar ólympískri glímu. Báðar axlir Griffins snertu gólfið sem gaf Randolph sigur í umferðinni og gullið í glímunni.