spot_img
HomeFréttirHitað upp fyrir vesturlandsslaginn á Snapchat

Hitað upp fyrir vesturlandsslaginn á Snapchat

Í kvöld klukkan 20:00 fer fram undanúrslitaviðureign Snæfells og Skallagríms í Maltbikar kvenna. Liðin hafa mæst þrisvar á tímabilinu til þessa og hafa allir leikir liðanna verið spennandi og skemmtilegir. 

 

Líkt og alltaf þegar nágrannalið mætast er von á gríðarlegum fjölda af stuðningmönnum beggja félaga og eru bæði félög með fríar sætaferðir frá sínu sveitarfélagi. 

 

Til að fanga stemmninguna og auka viðfang leiksins hafa stuðningsmenn beggja liða samþykkt að taka yfir snapchat reikning Karfan.is í dag. Þar munu þeir sýna stemmninguna og undirbúning beggja liða og stuðningsmanna þeirra. Þorsteinn Guðmundur Erlendsson frá Borgarnesi og Nökkvi Freyr Smárason frá Stykkishólmi verða fulltrúar sinna liða. 

 

Nú er ekkert annað í stöðunni en að bæta við Karfan.is á snapchat og fylgjast með þessari veislu sem framundan er. Karfan.is mun vera virkt á reikningnum um helgina og von er á fleiri stuðningsmönnum á snappinu næstu daga. 

Fréttir
- Auglýsing -