spot_img
HomeFréttir"Hin al-íslenska Lele Hardy"

“Hin al-íslenska Lele Hardy”

Það fór líkast til ekki fram hjá mörgum að fyrstu leikir kvennaboltans fóru fram í gærkvöldi. Þar hóf Helena Sverrisdóttir leik að nýju með liði Hauka eftir að hafa stundað háskólanám og spilað í atvinnumennsku síðustu árin eða svo.  Helena hóf leik með látum og daðraði við fernuna í sínum fyrsta leik.  35 stig, 15 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolnir boltar. Matthías Sigurðarson fyrrum leikstjórnandi ÍR fylgist augljóslega vel með málum þrátt fyrir að ala mann sinn vestra hafs þennan veturinn.  Matthías komst vel að orði þegar hann líkti Helenu við Lele Hardy sem nánast skilaði hverri trölla tvennunni á fætur annari þau tímabil sem hún lék hér á landi.  Sumir fóru svo langt að kalla Helenu svindlmann líkt og í tölvuleikjum.  Kallið hana hvað sem þið viljið en hún er án nokkurs vafa okkar allri besti leikmaður þessa stundina og jafnvel allra tíma. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -