spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar yfirgefur Jonava í Litháen

Hilmar yfirgefur Jonava í Litháen

Hilmar Smári Henningsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir BC Jonava í Litháen. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Hilmar fór til Jonava síðasta haust eftir frábært Íslandsmeistaraár með Stjörnunni í Bónus deildinni. Með þeim hefur hann gert nokkuð vel og verið einn af burðarásum liðsins, þrátt fyrir að sigurleikirnir hafi látið sig vanta. Ekki er ljóst hver næstu skref Hilmars verða.

Fréttir
- Auglýsing -