spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar stigahæstur gegn Karlsruhe

Hilmar stigahæstur gegn Karlsruhe

Hilmar Pétursson og Munster máttu þola tap gegn Karlsruhe í Pro A deildinni í Þýskalandi í gærkvöldi, 64-84.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar 12 stigum og 2 stoðsendingum, en hann var stigahæstur í liði Munster í leiknum.

Þrátt fyrir tapið er Munster á ágætis stað í deildinni, eru eftir leikinn í 8. sætinu með níu sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -