spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári stigahæstur í níunda sigurleik Valencia í röð

Hilmar Smári stigahæstur í níunda sigurleik Valencia í röð

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í kvöld lið L´Horta Godella í spænsku EBA deildinni, 61-102. Sigurinn sá níundi í röð hjá Valencia, sem hefur enn ekki tapað leik í vetur og er á toppi E-A hluta deildarinnar.

Hilmar var drjúgur fyrir liðið líkt og svo oft það sem af er vetri. Á tæpum 29 mínútum spiluðum skilaði hann 22 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -