spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári stigahæstur gegn Rasta Vechta

Hilmar Smári stigahæstur gegn Rasta Vechta

Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven máttu þola tap í dag fyrir Rasta Vechta í Pro A deildinni í Þýskalandi, 71-109.

Hilmar Smári átti ágætis leik þrátt fyrir tapið, lék um 25 mínútur og skilaði á þeim 21 stigi, 3 fráköstum og stolnum bolta, en hann var stigahæstur í liði Bremerhaven í leiknum.

Þrátt fyrir tapið heldur hörð barátta Bremerhaven um sæti í úrslitakeppninni áfram, en eftir leikinn eru þeir í 10. sætinu með 12 sigurleiki, 2 sigrum fyrir neðan Munster sem eru í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -