spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári stigahæstur gegn Bayreuth

Hilmar Smári stigahæstur gegn Bayreuth

Hilmar Smári Henningsson og ísbirnirnir frá Bremerhaven lögðu Bayreuth um helgina í þýsku Pro A deildinni, 100-87.

Hilmar Smári lék tæpar 27 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 17 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var stigahæstur leikmanna Bremerhaven.

Bremerhaven eru eftir leikinn í 15. sæti deildarinnar með þrjá sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -