spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári og Valencia unnu sinn áttunda leik í röð í EBA...

Hilmar Smári og Valencia unnu sinn áttunda leik í röð í EBA deildinni

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag Puerto Sagunto í spænsku EBA deildinni, 98-62. Valencia er því sem áður í efsta sæti E-A hluta deildarinnar með 8 sigurleiki í fyrstu 8 leikjunum.

Hilmar Smári var sem áður drjúgur fyrir sína menn í dag. Á rúmum 20 mínútum spiluðum skilaði hann 9 stigum, 3 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Næst leikur liðið gegn nágrönnum sínum í L´Horta Godella þann 29. nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -