spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári og Valencia unnu fyrsta leikinn í úrslitabúbblunni

Hilmar Smári og Valencia unnu fyrsta leikinn í úrslitabúbblunni

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í dag lið La Zubia í úrslitakeppni EBA deildarinnar á Spáni, 74-97. Í þessum fasa úrslitakeppninnar er liðið í sóttvarnabúbblu, þar sem leiknir verða þrír leikir á jafn mörgum dögum. Leikurinn í kvöld sá fyrsti, því er Valencia efst í riðlinum með einn sigur og ekkert tap.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 13 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Valencia í búbblunni er gegn Uros De Rivas á morgun.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -